Við erum að undirbúa lausn fyrir þá sem þurfa að skrá akstur vegna skattalegra ástæðna eða til að mynda grunn til að innheimta aksturskostnað. Þessi nýja tæknin felst í appi sem að gerir viðkomandi kleift að skrá allan akstur bíls með einföldum hætti. Þegar að ferð hefst, er ýtt á takka í appinu og svo aftur þegar að ferð lýkur, þá myndast færsla sem að sýnir ekna vegalengd, dagsetningu og tímalengd ferðar, jafnframt væri hægt að velja bifreið og starfsmann. Að auki verður hægt að skanna alla reikninga, tengda rekstri bílsins, beint inn í forrit og keyra svo út í bókhaldskerfi. Þetta ætti að einfalda til muna uppgjör á rekstri ökutækja ásamt því að hægt væri að skrá inn ákveðin verk, halda tímaskýrslur vegna verka/starfsmanna og jafnvel fylgjast með ferðum bíla fyrirtækisins.
Sláðu inn netfangið þitt og smelltu á hnappinn hér að neðan ef þú hefur áhuga á að fá upplýsingar þegar appið er tilbúið.