Categories
Fréttir

Íslensk-japanska félagið auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrk fyrir sumarið 2020

Íslensk-japanska félagið auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrk fyrir sumarið 2020 Íslensk-japanska félagið auglýsir eftir umsóknum um þýðingastyrk fyrir sumarið 2020 Þýðingar úr japönsku yfir á íslensku Nú er í fyrsta sinn auglýst eftir umsóknum um þýðingastyrk Íslensk-japanska félagsins. Um er að ræða þýðingu á bókmenntaverki úr japönsku yfir á íslensku. Val á bókmenntaverkinu er í höndum umsækjanda en þar sem þetta er sumarverkefni þarf verkáætlun að rúmast innan ákveðins tímaramma. Nemendur í þýðingarfræði eru sérstaklega hvattir til að sækja um. Verkin geta verið hluti af lokaverkefni nemandans og því þegar hafin en það er þó ekki skilyrði. Umsóknarfrestur er til 13. Júlí 2020 Upphæð styrks er 250.000kr Unnið verður úr umsóknum eins fljótt og auðið er og verða tekin viðtöl við þá umsækjendur sem komast áfram. Í umsókn skulu eftirfarandi atriði koma fram: Kynning á umsækjanda Hugmynd að verki til þýðingar Verk- og tímaáætlun* Umsókn má fylla út rafrænt með því að fylgja slóðinni https://forms.gle/on5pdrtHJ4aiUFXV8 Umsókn skal fylgja: Ferilskrá Leyfi frá höfundi verksins Skjöl skulu send á netfangið isjap@nippon.is *Gert er ráð fyrir að verkið verði tilbúið til útgáfu í lok sumars 2020 eða í síðasta lagi um mánaðamótin september/október 2020. Íslensk-japanska félagið var stofnað árið 1981. Tilgangur félagsins er að auka og efla menningarsamskipti milli landanna tveggja, kynna Ísland í Japan og Japan á Íslandi ásamt því að auka gagnkvæma þekkingu og skilning þjóða þessara tveggja landa. http://www.nippon.is/; https://www.facebook.com/isjap/

Categories
Fréttir

Samantekt frá aðalfundi félagsins

Aðalfundur Íslensk-japanska félagsins

3. Apríl 2020 – Haldin með fjarfundabúnaðinum Zoom

Guðrún Helga Halldórsdóttir var endurkjörin formaður á aðalfundi Íslensk-japanska félagsins sem fram fór á föstudaginn síðastliðinn. Á fundinum voru Hinrik Örn Hinriksson og Halldór Þorsteinsson endurkjörnir til stjórnarsetu. Farið var yfir skýrslu stjórnar og hennar helstu verkefni síðasta árið. Minnt var á að vegna Covid-19 verður vor viðburðum félagsins slegið á frest en félagið mun þó halda áfram að deila efni á facebook síðu félagsins. 

Stjórn íslensk-japanska félagið fyrir árið 2020-2021 er því eftirfarandi

Stjórn félagsins (2020-21):
Guðrún Helga Halldórsdóttir, formaður

Hinrik Örn Hinriksson, gjaldkeri

Saga Stephensen, ritari

Elísabet K. Grétarsdóttir, stjórnarmaður

Halldór Þorsteinsson, stjórnarmaður